Fraktlausnir sjá um allan vöruflutning. Fraktin er sótt til sendanda og keyrð beint á afhendingarstað. Daglegar ferðir eru um Suðurland og einnig er boðið upp á lestun og losun gáma, vörugeymslu og almenna vörudreifingu.

Öruggir

vöruflutningar


Við hjá Fraktlausnum flytjum allan varning, stóran sem smáan, hratt og örugglega. Fraktlausnir bjóða einnig upp á úrvalsþjónustu frá upphafi flutnings til afhendingar. Enn fremur tökum við að okkur lestun gáma sem og almenna vörudreifingu.

Daglegar ferðir eru til og frá:

Reykjavík - Suðurnes - Reykjavík

Reykjavík - uppsveitir Árnessýslu - Reykjavík

Stórt

vöruhús


Fraktlausnir bjóða upp á vörugeymslu, móttöku og afhendingu fyrir allar vörur í vöruhúsi okkar að Héðinsgötu 1-3, 105 Reykjavík. Vöruhúsið hentar fyrir flestar tegundir af frakt, meðal annars búslóð, matvöru og ökutæki.

Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar eða tilboð í vörugeymslu og ráðgjöf frá viðskiptastjóra Fraktlausna.

Heim

að dyrum


Fraktlausnir sækja og senda beint heim að dyrum. Við komum með vörurnar til þín og þannig losnar þú við umstangið við að koma vörunni á tiltekinn stað eða sækja hana. Aukið þjónustustig er eitt af megineinkennum Fraktlausna.

Hafðu samband og við gefum þér tilboð í verkið, sækjum fraktina, keyrum hana á áfangastað og afhendum.