Fyrirtækið
Félagið Fraktlausnir ehf. var stofnað af þeim Arnari Þór Ólafssyni, Magnúsi Þór Þórissyni og Öddu Magný Þorsteinsdóttur í maí 2016.
Nokkrum árum síðar bættust tveir bræður til viðbótar við eigendahópinn, þeir Sigurður Þórir Þórisson og Sigtryggur Þór Þórisson. Það má því með sanni segja að um fjölskyldufyrirtæki sé að ræða með fjóra bræður og einn maka sem eiga og stýra fyrirtækinu í dag. Að baki þessa hóps býr mikil uppsöfnuð reynsla í flutningageiranum bæði með sendibíla og flutningabíla.
Frá stofnun hefur fyrirtækið annast alhliða flutninga ásamt því að vera með vöruhús. Áherslur hafa alltaf verið þær sömu, að bjóða fyrsta flokks þjónustu og sérlausnir. Fraktlausnir vinna fyrir mörg helstu innflutningsfyrirtæki landsins og eru með algera sérstöðu á flutningamarkaði.
Litið er á viðfangsefnin með lausnir að markmiði, ekki litið á verkefni sem vandamál.
Átakið er okkar, árangurinn er þinn.